Verðskrá

Skilti Hótel Flatey 1 Gisting er í nýuppgerðum Pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi, Stóra-Pakkhúsi og veitingasalur hótelsins er í Samkomuhúsi. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna og Stóra-Pakkhús ásamt Samkomuhúsinu eru þar við hlið.

Hótel Flatey bíður nú upp á 6 tveggja manna herbergi, 1 fjölskylduherbergi (3 rúm), 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 12 herbergi og 23 rúm. Morgunmatur og fuglasöngur er innifalinn í verðinu.

Hægt er að sjá myndir hér að neðan.

 

Hótel Flatey bíður nú gestum sínum upp á 20% afslátt á verðum á völdum dagsetningum í júní og ágúst 2018. Til að bóka herbergi skal hafa samband í gegnum 555 – 7788 eða info@hotelflatey.is.

 

Verð 2018
Eins manns herbergi: 25.900 kr
Tveggja manna herbergi: 29.900 kr
Svíta: 35.500 kr
Fjölskylduherbergi (þrjú uppbúin rúm): 38.900 kr
Aukarúm (uppbúið): 7.800 kr

– Uppbúin rúm og morgunverður er innifalinn í verði.
– Ath. ef tvö börn undir 10 ára deila rúmi er eitt verð fyrir bæði.
– Vinsamlegast athugið að öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi.

 Bókanir og frekari upplýsingar:
Hótel Flatey: 555-7788

Við erum með lokað yfir vetrartímann þannig að til þess að ná í okkur er best að senda tölvupóst. Hægt er að ná í okkur í síma en ef ekki er svarað endilega sendið skilaboð og við munum hafa samband. 

www.hotelflatey.is

info@hotelflatey.is

Sæferðir: 438-1450
www.seatours.is
seatours@seatours.is

Skilmálar:

  • Staðfesta þarf pöntun með því að hringja inn eða senda inn kreditkortanúmer og gildistíma korts.
    • Einnig er hægt að staðfesta pöntun með því að leggja inn á reikning hótelsins 8.000 krónur.
    • Upplýsingar um reikninginn fást hjá okkur.
  • Mikilvægt er að láta vita með meira en fimm daga fyrirvara ef ekki skal nýta gistingu. Ef það er ekki gert, þá fæst staðfestingagjald ekki endurgreitt. Ef staðfestingargjald hefur ekki verið greitt þarf að greiða 8000 kr í afbókunargjald. Tekin er full greiðsla fyrir herberginu/herbergjunum ef afbókað er samdægurs og ef ekkert er látið vita og einstaklingar láta ekki sjá sig.
  • Gestir eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna áætlaðan komutíma.